top of page
DJI_0318.JPG

Húsform starfar á sviði verkefnastjórnunar og  framkvæmdaráðgjafar á öllum stigum verkefna, frá hugmynd til verkloka.

Við vinnum í nánu samstarfi með verkkaupa, verktökum, arkitektum, verkfræðingum og hönnuðum með það að leiðarljósi að útkoma verkefna uppfylli sem best kröfur um gæði, tíma og kostnað.

Við erum með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og getum þannig sinnt fjölbreyttum verkefnum víðsvegar um landið.

ÞJÓNUSTA

plans

VERKEFNASTJÓRNUN

Við tökum að okkur verkefnastjórn á öllum stigum verkefna, hvort sem er á hugmynda-, hönnunar- eða framkvæmdastigi.

Við aðstoðum einnig viðskiptavini í gegnum hin ýmsu stig verkefna og veitum ráðgjöf við samsetningu verkefnisteyma og við val á verktökum.

Blueprint Design

RÁÐGJÖF & ÁÆTLANAGERÐ

Við veitum viðskiptvinum okkar ráðgjöf á öllum stigum verkefna eftir þörfum hverju sinni. Meðal þjónustu sem við bjóðum: 

  • Tímaáætlanir

  • Kostnaðaráætlanir

  • Útboðsgögn

  • Öflun tilboða

  • Samningagerð

Crane Scaffolding 2

UMSJÓN FRAMKVÆMDA

Við tökum að okkur umsjón með framkvæmdum, rekum verksamninga, stýrum verkfundum og höldum utan um framvindu-, kostnaðar-, og verkeftirlit framkvæmda eftir þörfum og óskum hverju sinni.

VERKEFNI

Melbrekka.png

MELBREKKA

2024

Hönnun, framleiðsla og reising á timbureiningahúsi frá Danmörku. Hús Orteka eru hönnuð á Íslandi og byggð í samstarfi við einingaverksmiðju í Danmörku.

Verkkaupi: Orteka

Arkitekt: Arkþing / Nordic & Thibaut Allgayer 

Burðarþol og lagnir: Leirá

Rafmagnsönnun: Rafteikn

HAGASMÁRI

2023/2024

Nýjar skrifstofur Regins fasteignafélags. Hannað með hliðsjón af WELL og BREEAM með dægursveiflulýsingu, hljóðvist, loftgæði og aðra innivist í forgrunni.

Verkkaupi: Reginn

Arkitekt: Basalt & Ask

Burðarþol: Efla

Rafmangshönnun: Cowi

Lagnir og loftræsing: Verkís

Hljóðhönnun: Myrra

Lýsingarhönnun: Basalt & Cowi

Hússtjórnarkerfi: Prolúx

Byggingarstjórn: VSB Verkfræðistofa

Hagasmári.png
Austurvegur 1_edited.jpg

AUSTURVEGUR

2023/2024

Gamli grunnskólinn á Reyðarfirði, skólahús reist árið 1916 og viðbygging reist 1967. Sveitarfélagið hefur nýtt húsin undir ýmsa starfsemi í gegnum tíðina og hefur húsið m.a. hýst grunnskóla, íþróttahús, bókasafn, heilsugæslu, apótek, bæjarskrifstofur, ráðhús, björgunarsveitina og félagsmiðstöð. 

Endurbygging og breytingar á innra skipulagi í samráði við Minjavernd.

Verkkaupi: Inspecta

Upphaflegur arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917)

Arkitekt breytinga: Arkþing / Nordic

Burðarþol og lagnir: Leirá

Rafmagnshönnun: Verkhönnun

Byggingarstjórn: Inspecta

HAFNARTORG GALLERY

2021/2022

Verslunar- og veitingakjarni við Austurhöfn. Í kjarnanum eru fjórar verslanir, átta veitingastaðir og eitt listagallerý/sýningarrými.

Verkkaupi: Reginn

Arkitekt: Basalt

Verkfræðihönnun: Mannvit

Hljóðhönnun: Myrra

Lýsingarhönnun: Liska

Byggingarstjórn: VSB Verkfræðistofa

Hafnartorg-Gallery-50-1024x512.jpg
Urðarhvarf.jpg

URÐARHVARF

2022

Skurðstofur, stækkun og breytingar. 

Fyrri áfangi var tekinn í notkun árið 2020. Fjölgun á skurðstofum og breyting á innra skipulagi í framkvæmd 2022.

Verkkaupi: Orkuhúsið

Arkitekt: Mansard

Lagnahönnun: VSB Verkfræðistofa

Rafmagnshönnun: Lota

Byggingarstjórn: ÞG Verk

BARÓNSSTÍGUR

2021/2022

Verslun og veitingastaður NEBRASKA við Barónsstíg.

Verkkaupi: NEBRASKA

Arkitekt: SAP arkitektar

Verkfræðihönnun: Teknik

Byggingarstjórn: VSB Verkfræðistofa

Nebraska.jpg
Seinakur.jpg

SÉRBÝLI

2020/2022

Umsjón með hönnun og reisingu sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu.

Arkitekt: Arkþing - Nordic

Verkfræðihönnun: VSB Verkfræðistofa

Byggingarstjórn: VSB Verkfræðistofa

HAGKVÆMT HÚSNÆÐI

Hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar

Húsform og SAP arkitektar tóku í samstarfi þátt í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði í bryggjuhverfi í Reykjavík. Tillagan hafnaði í 3. sæti í samkeppninni. 

Verkkaupi: Reykjavíkurborg

Arkitekt: SAP arkitektar

AffordableHousing_CAM02_screen.jpg

SÉRLAUSNIR

Í gegnum verkefnin okkar hefur þörfin fyrir sérlausnir reglulega tengt okkur út fyrir landsteinana og í samstarf við erlenda framleiðendur, hvort sem lausnin snýr að kröfum um útlit, gæði, sjálfbærni eða allt þrennt. Í framhaldi af góðu samstarfi við framleiðendur bjóðum við upp á lausnir og vörur frá nokkrum af okkar uppáhalds framleiðendum. Traustar lausnir, sérsniðnar að verkefnum.

6.-5.-P1-dobbelt-pinoldoer-med-sorte-stanggreb-og-sidepartier-der-adskiller-lobbyen-og-lou
Isakaya_Hjemmeside_hojformat-2.jpg
REK13.jpg

DYFA / NEW YORK

GLERVEGGIR & HURÐIR

DYFA glerveggir og hurðir í iðnaðarstíl eru klassísk hönnun og góð lausn við að stúka af rými þar sem léttleiki og birta getur flætt á milli. Við hönnum og framleiðum DYFA glerveggi í samstarfi við viðskiptavini og hönnuði eftir óskum hverju sinni.

SØULD

HLJÓÐVISTARLAUSNIR

SØULD hljóðvistarlausnir eru framleiddar með sjálbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Einingarnar eru unnar úr marhálmi (eelgrass) sem vex neðansjávar við strendur Danmerkur og er safnað úr fjörunni umhverfis eyjarnar þegar það hefur slitið sig frá hafsbotni. Undanfarin 10 ár hefur SØULD þróað aðferðir við að vinna hráefnið í endanlega afurð sem uppfyllir flestar umhverfiskröfur sem hægt er að nefna svo sem Cradle2Cradle, Svansvottun, BREEAM o.fl. Plötur og mottur í mismunandi stærðum og þykktum sem hægt er að sérsníða að verkefnum.

SKANDI-BO

LAUSNIR Í ÁLI & GLERI

SKANDI-BO kerfin bjóða upp á heildstæðar og vottaðar lausnir fyrir bruna, hljóð og burðarþol við hönnun glerveggja og hurða hvort sem er fyrir matvælaframleiðslu, votrými, íþróttahús, skrifstofur, verslanir, heimili eða skip. Ál í lausnum Skandi-Bo kemur í dag að mestu úr endurvinnslu og lausnir eru EDP vottaðar.

STARFSSTÖÐVAR

Við erum með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og getum þannig sinnt verkefnum víðsvegar um landið

hof-menningarhus.jpg

AKUREYRI

Harpa-concert-hall.jpg

REYKJAVÍK

MANNAUÐUR

Standing Meeting

Verkefni og framkvæmdir geta verið flókin og krefjandi þar sem að mörgu þarf að huga. Með reynslu í farteskinu úr bæði verktaka- og verkfræðigeiranum er markmið okkar að brúa bilið á milli verkkaupa og fagaðila í framkvæmdaferlinu.

Við búum að yfirgripsmikilli reynslu á ýmsum sviðum framkvæmda sem nýtist okkar viðskiptavinum og samstarfsaðilum við farsæla lausn verkefna.  

Starfsmaður.png

Andri Þór 
Verkefnastjóri MPM/IPMA
Umhverfis- og byggingarverkfræði
andri(a)husform.is

Starfsmaður.png

Erla
Verkefnastjóri MPM/IPMA
Byggingarverkfræðingur M.sc.
Akureyri

 

Starfsmaður.png

Hrannar
Verkefnastjóri MPM/IPMA
Upplýsingatækni og innviðir
hrannar(a)husform.is

Starfsmaður.png

Hildur Sif
Sölu- og markaðsstjóri Sérlausnir
Mannfræði B.a.
Forysta og mannauðsstjórnun MLM
hildur(a)husform.is

Starfsmaður.png

Anna Lilja
Fjármálastjóri
Viðskiptafræðingur B.sc.
bokhald(a)husform.is

bottom of page