(+354) 698 9699
Húsform ehf. starfar á sviði verkefnastjórnunar og framkvæmdaráðgjafar á öllum stigum verkefna, frá hugmynd til verkloka.
Við vinnum í nánu samstarfi með verkkaupa, verktökum, arkitektum, verkfræðingum og hönnuðum með það að leiðarljósi að útkoma verkefna uppfylli sem best kröfur um gæði, tíma og kostnað.
Við erum með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og getum þannig sinnt fjölbreyttum verkefnum víðsvegar um landið.
ÞJÓNUSTA
VERKEFNASTJÓRNUN
Við tökum að okkur verkefnastjórn á öllum stigum verkefna, hvort sem er á hugmynda-, hönnunar- eða framkvæmdastigi.
Við aðstoðum einnig viðskiptavini í gegnum hin ýmsu stig verkefna og veitum ráðgjöf við samsetningu verkefnisteyma og við val á verktökum.
RÁÐGJÖF & ÁÆTLANAGERÐ
Við veitum viðskiptvinum okkar ráðgjöf á öllum stigum verkefna eftir þörfum hverju sinni. Meðal þjónustu sem við bjóðum:
Tímaáætlanir
Kostnaðaráætlanir
Útboðsgögn
Öflun tilboða
Samningagerð
UMSJÓN FRAMKVÆMDA
Við tökum að okkur umsjón með framkvæmdum, rekum verksamninga, stýrum verkfundum og höldum utan um framvindu-, kostnaðar-, og verkeftirlit framkvæmda eftir þörfum og óskum hverju sinni.
VERKEFNI
Hér má sjá hluta nýlegra verkefna sem Húsform hefur komið að.
2024
2023/2024
2023/2024
2021/2022
2022
2021/2022
2020/2022
Hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar
SÉRLAUSNIR
Í gegnum verkefnin okkar hefur þörfin fyrir sérsniðnar lausnir reglulega tengt okkur út fyrir landsteinana og í samstarf við erlenda framleiðendur, hvort sem lausnin snýr að kröfum um útlit, gæði, sjálfbærni eða allt þrennt. Í framhaldi af góðu samstarfi við framleiðendur um lausn verkefna bjóðum við nú upp á lausnir og vörur frá nokkrum af okkar uppáhalds framleiðendum. Traustar lausnir sem hægt er að sérsniðnar að verkefnum.
SØULD
HLJÓÐVISTARLAUSNIR
SØULD hljóðvistarlausnir eru framleiddar með sjálbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Einingarnar eru unnar úr marhálmi (eelgrass) sem vex neðansjávar við strendur Danmerkur og er safnað úr fjörunni umhverfis eyjarnar þegar það hefur slitið sig frá hafsbotni. Undanfarin 10 ár hefur SØULD þróað aðferðir við að vinna hráefnið í endanlega afurð sem uppfyllir flestar umhverfiskröfur sem hægt er að nefna svo sem Cradle2Cradle, Svansvottun, BREEAM o.fl. Plötur og mottur í mismunandi stærðum og þykktum sem hægt er að sérsníða að verkefnum hverju sinni.
SKANDI-BO
LAUSNIR Í ÁLI & GLERI
Skandi-Bo kerfin bjóða upp á heildstæðar og vottaðar lausnir fyrir bruna, hljóð og burðarþol við hönnun glerveggja og hurða hvort sem er fyrir matvælaframleiðslu, votrými, íþróttahús, skrifstofur, verslanir, heimili eða skip. Ál í lausnum Skandi-Bo kemur í dag að mestu úr endurvinnslu og lausnir eru EDP vottaðar.
STARFSSTÖÐVAR
Við erum með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og getum þannig sinnt verkefnum víðsvegar um landið.
AKUREYRI
REYKJAVÍK
UM OKKUR
Verkefni og framkvæmdir geta verið flókin og krefjandi þar sem að mörgu þarf að huga. Með reynslu í farteskinu úr bæði verktaka- og verkfræðigeiranum er markmið okkar að brúa bilið á milli verkkaupa og fagaðila í framkvæmdaferlinu.
Við búum að yfirgripsmikilli reynslu á ýmsum sviðum framkvæmda sem nýtist okkar viðskiptavinum og samstarfsaðilum við farsæla lausn verkefna.
Andri Þór
Verkefnastjóri MPM/IPMA
Umhverfis- og byggingarverkfræði
andri(a)husform.is
Erla
Verkefnastjóri MPM/IPMA
Byggingarverkfræðingur M.sc.
Akureyri
Hrannar
Verkefnastjóri MPM/IPMA
Upplýsingatækni og innviðir
hrannar(a)husform.is
Hildur Sif
Sölu- og markaðsstjóri Sérlausnir
Mannfræði B.a.
Forysta og mannauðsstjórnun MLM
hildur(a)husform.is
Anna Lilja
Fjármálastjóri
Viðskiptafræðingur B.sc.
bokhald(a)husform.is
HAFA SAMBAND
CONTACT