RÁÐGJÖF
Viðskiptavinir okkar eru með margvísleg og krefjandi verkefni af ýmsum toga. Þegar farið er í verkefni er mikilvægt að undirbúa þau vel og tryggja að stuðst sé við viðurkendar og þekktar aðferðir og nálganir á öllum stigum. Húsform veitir ráðgjöf og þjónustu á öllum helstu stigum verkefna.

Tilgangur og markmið
Við leggjum áherslu á að tilgangur og markmið verkefna séu vel skilgreind og þarfagreining framkvæmd í samvinnu við helstu hagaðila. Skýrar kröfur og þarfir þurfa að endurspegli markmið verkefna.

Verkefnisáætlun
Verkefnisáætlun þarf að vera unnin útfrá forgangsröðuðum kröfum sem byggir á lagalegum kvöðum og ætlaðri útkomu verkefnis. Útkoma getur einnig verið hagræðing, endurskipulag, straumlínustjórnun til að minnka sóun og innleiðing á nýjum ferlum sem dæmi. Verkefnisáætlun þarf að endurspegla þá óvissu sem er í verkefninu, en óvissan getur verið mis mikil útfrá ýmsum þáttum.


Greiningar
Greiningar eru mikilvægar á öllum stigum verkefnis. Það á við um undirbúning og ákvörðun um ákvarðanahlið (e. control gates). Eins er mikilvægt að skilgreina mælikvarða, en mælikvarðar geta verið tími, kostnaður eða önnur mælanleg gildi sem eru reiknuð útfrá nústöðu mælikvarða (e. benchmark).
Stjórnskipulag verkefna
Algengar áskoranir í verkefnum eru ábyrgðir og skilgreining á stjórnskipulagi verkefna. Stjórnskipulag getur stundum verið óljóst og í stærri verkefnum getur utanumhald um ábyrgðir og það hver tekur ákvarðanir verið of fljótandi sem veldur töfum og skorti á yfirsýn yfir verkefni. Við styðjumst við þekktar aðferðir við að skilgreina stjórnskipulag verkefna til að lágmarka tafir við ákvarðanir, tækla hindranir eða aðra ófyrirséða atburði í rekstri verkefna.


Þátttakendur og hlutverk
Skýr skilgreining á eiganda, innri og ytri hagaðilum og hlutverkum er lykilatriði í verkefnum svo að hægt sé að tryggja upplýsingaflæði og að samskiptaáætlun sé til staðar ásamt því að upplýsingar séu aðgengilegar fyrir alla þáttakendur í verkefni.
Þegar hlutverk og skilgreind þáttaka hagaðila liggur fyrir er auðveldara að taka ákvarðanir og bregðast við breytingum á áherslum eða kröfum verkefna.
Áfangaskipting
Verkefnaskipulag þarf að vera til staðar og áfangaskipting er oft nauðsynleg til að afmarka verkliði sem eru í forgangi eða þurfa að klárast áður en önnur verkefni geta hafist. Verkefnavörður (e. milestones) eru einnig oft notaðar til að geta metið framgang og tryggt yfirsýn og fókus. Í stærri verkefnum geta verið margir áfangar og margar verkefnavörður innan hvers áfanga. Innbyrðis vensl verkliða innan hvers áfanga er mikilvægt að skilgreina strax í upphafi.


Kostnaðaráætlun
Mikilvægt er að útfæra kostnaðaráætlun fyrir verkefni. Með því að hafa raunhæfa kostnaðaráætlun er hægt að sjá á hverjum tíma hver kostnaðurinn er við verkliði og/eða áfanga. Óvissuþátturinn hefur áhrif á kostnaðarætlaun en óvissan er yfirleitt útfærð sem hlutfall af heildarkostnaði.
Greiningar
Húsform styðst við ýmis greiningartól og aðferðir og nefna má:
PESTLE
SVÓT
Hagsmunaaðilagreining
Áhættumat
